fimmtudagur, 17. apríl 2014

Matarást :: Skonsur

Einn góðan sunnudagsmorgun labgaði okkur að búa til einhvað gott í morgunmatinn.
Skelltum í eina sígilda skonsu uppskrift.
Einföld, góð og þægileg að gera.
Skonsur

Uppskrift
3 bollar hveiti
3 tsk lyftiduft
3 msk sykur
2 stk egg
½ tsk salt
ca 2+ bollar mjólk
Aðgerð
Blandið saman þurr- og blautefnum saman í skál og byrjið að hræra.
Bætið mjólk hægt og rólega út í, stundum þarf ekki að setja alla mjólkina sem mælt er með.
Hitið pönnuna, bræðið smá smjör á henni og byrjuð að setja ausur á pönnuna.
Þegar þið sjáið að hún sé brún og falleg undir þá má snúa ekki henni við.
Má síðan bera framm með smjör, ost, egg og/eða kavíar. Bara það sem ykkur finnst best.
Njótið svo af bestu lyst.

Ps. einn bolli er ca. 2,5 dl eða 250 gr/ml
Allt hráefni sem til þarf.
Þurrefni kominn í skál
Blautefni komin í skál
Búinn að hræra saman blönduninn
Hjálparkökkurinn okkar að elda skonsurnar
Brúnar og fallegr
Sætust í alla staði.

Njótið , xoxo
íriserna

miðvikudagur, 19. febrúar 2014

Matarást :: Amerískt Brunch


Um helgina var pabbahelgi. Erum vön að vera með 1 barn en aðra hverja helgi fáum við elstu stelpuna hans valgeirs til okkar, hana Elínrós okkar.
Það er svo gaman að fá hana til okkar og hvað þá frá fimmtudegi til sunnudags, einn auka dagur til að gera einhvað skemmtilegt saman, veit að tvær litla dömur dýrka það.
Við mæðgur fórum framm og leyfðum þreytta pabbanum að lúra í smá stund lengur.
Ég vildi búa til einhvern góðan morgunmat og fór að googla brunch.
Hef búið til svoleiðis áður en þá vildi valgeir skonsur og sýrop en ruglaði því við amerískar pönnukökur.
Þannig núna ákvað ég að gera þetta almennilega og þaut inn í eldhús og fann allt í þetta.
Stelpurnar heldur betur hjálpuðu mér og þær nutu þess í botn.
Allir boruðu sig pakk sadda og vona að þið gerið það sama.

Amerískar pönnukökur
u.þ.b 5 stk.
Uppskrift
250 gr hveiti
1½ stk lyftiduft
¼ tsk salt
250 ml mjólk
1 egg
1 msk brætt smjör
Aðferð
Setur öll þurrefninn í skál, hveiti, lyftirduft og salt.
Bætir síðan öllum blautefnum útí, mjólk, egg og brætt smjör.
Hrærir þessu vel saman en meiga alveg vera kekkir.
Hitar upp pönnuna á miðlungshita.
Setur örlítið smjör á pönnuna, ef hún er þurr, þá festar pönnunkökurnar ekki á pönnuni.
Hellið hálfri ausu á pönnuna.
Steikið báðar hliðar vel þar til þær eru gull brúnaðar.
Berið framm með sýroi og jafnvel smjöri ef þið viljið.

ps. til að bræða smjörið geturu sett það á heita pönnuna og hellt því síðan í skálina.

Scrambled eggs
u.þ.b fyrir 3-4 manns
Uppskrift
3 egg
1 dl mjólk
1 msk aromat
Salt
Aferð
Setjið egginn, mjólk, aromat í skál.
Hrærið saman með t.d. gaffli.
Hellið eggjablönduni á pönnuna.
Hrærir aðeins í þessu með steikingarspaða þar til það er tilbúið.
Stráir síðan smá salti yfir þær þegar borið er framm.

Loka sporið
Ristið síðan brauð, skerið í helmina.
Steikið beikon og þerrið smá með pappír.
Setið allt saman á disk og njótið vel.


Pönnukökurnar
Hráefninn í pönnukökurnar
Þurefninn komin í skál.
Allur vökvi komin útí
Hrært vel saman
En meiga alveg vera kekkir
Hellir hálfri ausu á heita pönnuna
Setur ausuna svona á pönnuna og ferð í hring svo kakkan stækkar örlítið
Ætti að líta svona út
Allt að bakast.
Pönnukökurnar tilbúnar & heldur betur fallegt.
Scrambled eggs
Hráefnið í Scrambled eggs.
Egg og mjólk komið í skál
Aromat komið ofan í
Búið að hræra allt saman
Helli á heita pönnuna
Leyfi þessu aðeins að eldast svona.
Byrja að hræra í þessu með steikarspaða
Fallega hrærð saman og tilbúinn
Beikonið
Steikir beikonið
Gott að þerra smá fituna af beikoninu svo það verður ekki allt í olíu.

Allt tilbúið, ristabrauð, beikon, scrambled eggs og pönnukökur með sýropi.


 Njótið vel, xoxo
íriserna

miðvikudagur, 12. febrúar 2014

DIY :: Valentínusar matarást



Á föstudaginn er Valentínursardagurinn hinn mikli.
Skemmtilega við það er að hann er á föstudegi og margir valmöguleikar í boði um hvað er hægt að gera.
Á Föstudögum hjá okkur er alltaf pizza og fór ég að reyna finna hugmynd hvernig ég gæti nýtt mér það á þessum yndilega degi.
Ég fór og googlaði, auðvita, og fann svo margt sniðugt sem mér langar að prufa.
Vill deila því með ykkur nokkrum hugmyndum að rómantískum heimilismat :)








Getið byrjað á því að ná í fallegar greinar í garðinn sem duttu af trjánum yfir veturinn, þurkað þær og sett svona falleg bleik, út klippt pappa hjörtu.
Sett þetta á eldhúsborðið, og kannski kerti ef fýlingurinn er fyrir það .













Þetta er einhvað sem ég ætla að gera.
Hjartalaga pizza, einfallt og sæt.
Ef þið eruð með skinku eða pepperoni á pizzunni er tilvalið að móta hjarta úr því líka.
Hægt að nota svona piparkökuform.




Einnig geturu raðað beikoninu fallega á pizzuna lika, eða bara steikt þá á pönnu og sett með eggi og pönnukökum í morgunmat.







Ef þú kannt að búa til Churros.
Þá er þetta sniðug leið á að móta það fyrir morgunmatinn og þess háttar.






Fullkomið fyrir Sushi-fólk.
Hjartalaga og fallegt.


Falleg fyllt jarðber gætu verið flottur eftirréttur.


Getur soðið egg og gert þau hjartalaga.













Eða bara fallegt eggjabrauð.





























Er þinn maki mikið fyrir kjötsúpu ?
í mörgum uppskriftum af kjötsúpu er notað gulrætur.
Þetta er sniðug leið til að setja smá ást í súpuna.







Er klárlega að fara gera svona pizzu fyrir minn mann á föstudaginn.
hver veit, kannski bý ég til fylltu jafðaberinn líka í eftirrétt.
Vona að þetta hjálpar ykkur einhvað.

Njótið vel, xoxo
íriserna






þriðjudagur, 11. febrúar 2014

Matarást :: Skírnakaka


Um helgina skírði bróðir minn stelpuna sína.
Hún fékk þetta yndilega nafn Sigríður Anna, í höfuðið á ömmum sínum.
Ég fékk þann heiður að vera einn af skírnavottnunum og líka að búa til kökur í veisluna.
Bjó til þessa fínu köku, aðalega átti að vera fyrir krakkana.
Var að gera svona köku í fyrsta skipti, skreytinguna og þess háttar.
Tók ansi soldið langan tíma í þetta en fékk æðislega hjálp frá manninum mínum að gera blóminn.
Er ansi sátt með útkomuna og guð hvað hún bragðaðist vel.
Næst þegar ég geri svona köku þá mun ég reyna muna eftir að taka myndir skref fyrir skref,
en hér koma nokkrar myndir sem ég tók á meðan þessu stóð.

Notaði bara einfalta Betty Croker köku og krem, 1 pakki í hvern botn. 
Kremið komið á
Loka útkoman, svo fallegt
Fallega baby-ið
Skírnaskórnir
Flottu og stolu foreldrarnir með prinsessuna sem svaf alla athöfnina, lövlöv !:*

Heildar myndin af kökuni.

Njótið vel, hlakka til að sýna þetta í skref fyrir skref við tækifæri.
xoxo, íriserna